Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 17:53 Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar Landspítalans Stöð 2 Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. Af þeim 267 sem greindust með veiruna innanlands og 51 á landamærum voru 70% með ómíkronafbrigði veirunnar samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Búist er við að ómíkronafbrigðið verði búið að taka yfir fyrir lok ársins. Um helmingur þeirra sem greinst hefur með kórónuveiruna síðustu daga er fullbólusettur. „Hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um bólusetningu landsmanna gegn veirunni. Stjórnendur Landspítalans hafa áhyggjur af stöðunni Stjórnendur Landspítalans hafa töluverðar áhyggjur af því hversu margir hafa greinst með kórónuveiruna síðustu daga og búa sig undir mikið álag yfir hátíðirnar. „Ef að spár ganga eftir, sem að ekkert annað bendir til, þá má búast við því að það verði bara talsvert þung staða,“ segir Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar Landspítalans. Þannig gera spár ráð fyrir að á næstu dögum verði um fjögur þúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en nú eru rúmlega tvö þúsund í eftirliti hjá deildinni. Þá muni töluvert fleiri á næstunni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en tíu liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19. Þrátt fyrir að þeim fjölgi hratt sem greinst hafa með ómíkronafbrigðið þá hafa fáir þurft að leggjast inn á sjúkrahús með það. „Það er nú bara einn sem hefur lagst, enn þá, inn en það er nú bara svo tiltölulega stutt síðan að þetta kom þannig við í rauninni bíðum og sjáum en miðað við reynsluna í Danmörku þá getum við búist við 0,7%,“ segir Már og er þar að tala um hlutfall þeirra sem fá veiruna sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Þá virðast ungir karlmenn hingað til hafa verið nokkuð stór hópur þeirra sem fengið hefur ómíkronafbrigðið. „Það virðist vera eins og að yngra fólkið sé heldur líklegra að fá þetta afbrigði heldur en önnur.“ Már telur að ómíkronafbrigðið geti markað upphafið að enda kórónuveirufaraldursins. Þó rannsóknir bendi til að afbrigðið sé mildara sé útbreiðsluhraðinn hins vegar áhyggjuefni. „Jafnvel þó að færri þurfa að leggjast inn þá er heildarmagnið af þeim sem veikjast stærra og þar með verður þetta miklu meiri áskorun fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45 Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22. desember 2021 13:26 Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22. desember 2021 12:12 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Af þeim 267 sem greindust með veiruna innanlands og 51 á landamærum voru 70% með ómíkronafbrigði veirunnar samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Búist er við að ómíkronafbrigðið verði búið að taka yfir fyrir lok ársins. Um helmingur þeirra sem greinst hefur með kórónuveiruna síðustu daga er fullbólusettur. „Hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um bólusetningu landsmanna gegn veirunni. Stjórnendur Landspítalans hafa áhyggjur af stöðunni Stjórnendur Landspítalans hafa töluverðar áhyggjur af því hversu margir hafa greinst með kórónuveiruna síðustu daga og búa sig undir mikið álag yfir hátíðirnar. „Ef að spár ganga eftir, sem að ekkert annað bendir til, þá má búast við því að það verði bara talsvert þung staða,“ segir Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar Landspítalans. Þannig gera spár ráð fyrir að á næstu dögum verði um fjögur þúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítalans en nú eru rúmlega tvö þúsund í eftirliti hjá deildinni. Þá muni töluvert fleiri á næstunni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en tíu liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19. Þrátt fyrir að þeim fjölgi hratt sem greinst hafa með ómíkronafbrigðið þá hafa fáir þurft að leggjast inn á sjúkrahús með það. „Það er nú bara einn sem hefur lagst, enn þá, inn en það er nú bara svo tiltölulega stutt síðan að þetta kom þannig við í rauninni bíðum og sjáum en miðað við reynsluna í Danmörku þá getum við búist við 0,7%,“ segir Már og er þar að tala um hlutfall þeirra sem fá veiruna sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Þá virðast ungir karlmenn hingað til hafa verið nokkuð stór hópur þeirra sem fengið hefur ómíkronafbrigðið. „Það virðist vera eins og að yngra fólkið sé heldur líklegra að fá þetta afbrigði heldur en önnur.“ Már telur að ómíkronafbrigðið geti markað upphafið að enda kórónuveirufaraldursins. Þó rannsóknir bendi til að afbrigðið sé mildara sé útbreiðsluhraðinn hins vegar áhyggjuefni. „Jafnvel þó að færri þurfa að leggjast inn þá er heildarmagnið af þeim sem veikjast stærra og þar með verður þetta miklu meiri áskorun fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45 Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22. desember 2021 13:26 Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22. desember 2021 12:12 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45
Mikill meirihluti smitaðra með ómíkronafbrigðið Ómíkron verður sífellt meira ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Af þeim 267 innanlandssmitum og 51 landamærasmiti í gær var um sjötíu prósent samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. 22. desember 2021 13:26
Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. 22. desember 2021 12:12
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03