„Getur verið að fólk sé ekki að fara í prófin eins fljótt og það gerði“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 17:30 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk mæti í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn í dag ekki vera stóran þegar kemur að sýnatökum, þrátt fyrir að metfjöldi hafi greinst með Covid-19 í gær. Mögulegt er að fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku fyrir jólin. Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44