Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Eiður Þór Árnason skrifar 24. desember 2021 00:52 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hagnaðist vel á sölu fyrirtækis síns til Twitter. vísir/sigurjón Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun þessa árs fyrir háar fjárhæðir. Í færslu á samfélagsmiðlinum óskar hann eftir því að fjölskyldur sem búi nú við kröpp kjör hafi samband og sendi sér kennitölu og reikningsnúmer. Jólin eru fallegur tími. En þau geta líka verið erfið fyrir mörg okkar. Sérstaklega fyrir barnafólk með lítið á milli handanna. Við viljum öll gleðja börnin okkar á þessum tíma. Ef þú ert í þessum hópi, sendu mér endilega DM hérna með kennitölu og reiknnr. Gleðileg jól.— Halli (@iamharaldur) December 23, 2021 Mikla athygli vakti þegar Haraldur greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Hann komst aftur í fréttir í júlí þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafði krafið einstaklinga vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá vildi hann einnig greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur. Sjálfur lagði hann fé inn í verkefnið og hafa yfir hundrað rampar fyrir hjólastóla verði settir upp frá því að átakið hófst í vor. Næst stendur til að hefja uppbyggingu rampa í fleiri sveitarfélögum um allt land. Jól Félagsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun þessa árs fyrir háar fjárhæðir. Í færslu á samfélagsmiðlinum óskar hann eftir því að fjölskyldur sem búi nú við kröpp kjör hafi samband og sendi sér kennitölu og reikningsnúmer. Jólin eru fallegur tími. En þau geta líka verið erfið fyrir mörg okkar. Sérstaklega fyrir barnafólk með lítið á milli handanna. Við viljum öll gleðja börnin okkar á þessum tíma. Ef þú ert í þessum hópi, sendu mér endilega DM hérna með kennitölu og reiknnr. Gleðileg jól.— Halli (@iamharaldur) December 23, 2021 Mikla athygli vakti þegar Haraldur greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Hann komst aftur í fréttir í júlí þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafði krafið einstaklinga vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá vildi hann einnig greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur. Sjálfur lagði hann fé inn í verkefnið og hafa yfir hundrað rampar fyrir hjólastóla verði settir upp frá því að átakið hófst í vor. Næst stendur til að hefja uppbyggingu rampa í fleiri sveitarfélögum um allt land.
Jól Félagsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33
Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58