Ömurlegt gengi Lakers og Knicks heldur áfram | Sjáðu sýninguna hjá Curry Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 12:00 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ömurlegt gengi Los Angeles Lakers og New York Knicks heldur áfram á meðan Stephen Curry skoraði 46 stig í sigri Golden State Warriors. Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum