Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. desember 2021 11:24 Birna María Másdóttir mun verja jólunum og áramótunum í einangrun. Brandenburg Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. „Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
„Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira