Innlögnum ekki að fjölga Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 11:39 Fjórir eru í öndunarvél vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum. Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hvert metið er slegið á fætur öðru í fjölda þeirra sem greinast með veiruna þessa dagana. Sérlega löng röð var í sýnatöku í morgun þar sem fólk þurfti að bíða í vel á annan tíma eftir að komast í PCR-próf. 463 greindust í gær með veiruna á jóladag, en ekki er gefið upp af hve mörgum sýnum. Um 8.600 manns eru í einangrun eða sóttkví, um 2,5 prósent þjóðarinnar. Álagið á Landspítala er þó á þessari stundu viðráðanlegt. „En ef að líkum lætur myndum við fara að sjá frá þessum degi og fram næstu viku mikla aukningu í innlögnum ef okkar reynsla verður sú sama og erlendis. En það hefur ekki raungerst enn þá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.Vísir/Sigurjón Um 100 starfsmenn á spítalanum eru í einangrun eða sóttkví, sem þyngir róðurinn töluvert að sögn Más. 10 liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og þar af eru fimm á gjörgæslu. Allir á gjörgæslu eru í öndunarvél, nema einn. „Við erum með skilgreind fjórtán, fimmtán gjörgæslupláss og fimm þeirra eru tekin af þessu. Þannig að það eru mestu þyngslin og bítur mest í. En svo er það bara óvissan um það hvað verður mikil þörf fyrir innlagnir að öðru leyti,“ segir Már. Nú eru ýmsar raddir í samfélaginu, sem eru að segja, nú eru jól hérna, við erum í takmörkunum þegar það er ekkert raunverulegt neyðarástand svo að segja, við ættum að aflétta þessu öllu, fyrir þig sem ert þarna inni, hvað myndir þú segja við slíku? „Ég held að það væri óráðlegt að aflétta þessu öllu strax. Það er fólk sem hefur unnið baki brotnu núna yfir jól, til þess að samborgarar geti þó allavega notið heilbrigðis. Þannig að ég held að það væri mjög misráðið, því þá myndi þetta væntanlega fara algerlega óheft um og það er held ég bara enn of stór biti fyrir okkar litla heilbrigðiskerfi,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira