Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 19:04 Alveg frá því í morgun hefur verið að minnsta kosti klukkustundarbið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut. Það er ekki hlaupið að því að opna nýjan sýnatökustað að sögn Víðis Reynissonar. Vísir Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
„Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent