Tæplega hundrað manns hafa tekið eigið líf á Covid-tímum Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 16:05 Miklu fleiri falla fyrir eigin hendi en farast úr Covid. En mikill munur er á því hvernig viðbrögð samfélagsins eru gagnvart þeirri staðreynd. vísir/vilhelm Á sama tíma og faraldurinn hefur dregið samtals 37 manns til dauða hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf og fleiri hundruð látist vegna fjölþættra afleiðinga fíknar. Þetta kemur fram í grein sem þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA og stjórnarkona í Geðhjálp, rita og birtist á Vísi nú fyrir stundu. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvað valdi því að við sem samfélag tökum faraldurinn svo traustum tökum og raun ber vitni en látum þessa staðreynd sem áður er nefnd hjá líða. „Engir upplýsingafundir hafa verið haldnir, fá minnisblöð skrifuð, ekki efnt til markvissra mótvægisaðgerða né samfélagið stöðvað til þess að fyrirbyggja þau dauðsföll,“ segir í greininni. Covid-faraldurinn sé vissulega erfiður viðureignar og áskorun fyrir heilbrigðiskerfið en: „30 af þeim 37 sem hafa látist af völdum Covid voru eldri en 70 ára, 20 eldri en 80 ára og þrír yngri en 60 ára. Til samanburðar voru 35 af þeim 47 sem tóku eigið líf árið 2020 yngri en 60 ára. 17 voru yngri en 29 ára og þrír yngri en 18 ára.“ Sigrún Sigurðardóttir og Grímur Atlason.aðsend Grímur Atlason segist í samtali við Vísi ekki í nokkrum vafa um að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til vegna Covid-faraldursins hafi haft neikvæð áhrif á geðheilsu fjölmargra og ekki þá síst þeirra sem yngri eru. Sem sé umhugsunarefni. „Ég er ekki að segja að það eigi ekki að bregðast við Covid-faraldrinum. En hins vegar verðum við að grípa til mótvægisaðgerða vegna geðheilsu þjóðarinnar sem ætti í raun að vera forgangsatriði rétt eins og það að setja fjármuni í efnahagslífið. Einangrun, óvissa, ótti … allt getur þetta stuðlað að eða ýtt undir geðrænar áskoranir. Og við því verðum við að bregðast. Mótvægisaðgerðirnar hafa verið svo takmarkaðar,“ segir Grímur. Á þessu línuriti frá Embætti landlæknis má sjá verulega aukingu í tíðni sjálfsvíga.skjáskot Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54 Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA og stjórnarkona í Geðhjálp, rita og birtist á Vísi nú fyrir stundu. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvað valdi því að við sem samfélag tökum faraldurinn svo traustum tökum og raun ber vitni en látum þessa staðreynd sem áður er nefnd hjá líða. „Engir upplýsingafundir hafa verið haldnir, fá minnisblöð skrifuð, ekki efnt til markvissra mótvægisaðgerða né samfélagið stöðvað til þess að fyrirbyggja þau dauðsföll,“ segir í greininni. Covid-faraldurinn sé vissulega erfiður viðureignar og áskorun fyrir heilbrigðiskerfið en: „30 af þeim 37 sem hafa látist af völdum Covid voru eldri en 70 ára, 20 eldri en 80 ára og þrír yngri en 60 ára. Til samanburðar voru 35 af þeim 47 sem tóku eigið líf árið 2020 yngri en 60 ára. 17 voru yngri en 29 ára og þrír yngri en 18 ára.“ Sigrún Sigurðardóttir og Grímur Atlason.aðsend Grímur Atlason segist í samtali við Vísi ekki í nokkrum vafa um að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til vegna Covid-faraldursins hafi haft neikvæð áhrif á geðheilsu fjölmargra og ekki þá síst þeirra sem yngri eru. Sem sé umhugsunarefni. „Ég er ekki að segja að það eigi ekki að bregðast við Covid-faraldrinum. En hins vegar verðum við að grípa til mótvægisaðgerða vegna geðheilsu þjóðarinnar sem ætti í raun að vera forgangsatriði rétt eins og það að setja fjármuni í efnahagslífið. Einangrun, óvissa, ótti … allt getur þetta stuðlað að eða ýtt undir geðrænar áskoranir. Og við því verðum við að bregðast. Mótvægisaðgerðirnar hafa verið svo takmarkaðar,“ segir Grímur. Á þessu línuriti frá Embætti landlæknis má sjá verulega aukingu í tíðni sjálfsvíga.skjáskot
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54 Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54
Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38