„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 16:44 Nálægð við háskólasvæðið hafði áhrif á val á staðsetningunni. Vísir/kristín Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi. „Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
„Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17