Rangnick horfir til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 18:00 Það er spurning hversu vel Ralf Rangnick sér. EPA-EFE/PETER POWEL Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri. Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira