Finnur lítið fyrir veirunni á Tene þrátt fyrir hærra nýgengi en á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2021 20:37 Jakob er um þessar mundir staddur í bænum Adeje, sem er vinsæll meðal íslenskra Tenerife-fara. Samsett Nýgengi kórónuveirusmita á spænsku eyjunni Tenerife, sem er vinsæll áfangastaður sólarþyrstra Íslendinga, er hærra en hér á landi. Ísland er með hæsta nýgengi allra Evrópulanda. Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent