Fótbolti

Vestri mun eiga fulltrúa á Afríkumótinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kundai Benyu lék á sínum tíma einn leik fyrir aðallið Celtic.
Kundai Benyu lék á sínum tíma einn leik fyrir aðallið Celtic. Craig Williamson / SNS Group via Getty Images

Knattspyrnulið Vestra frá Ísafirði mun eiga fulltrúa á Afríkumótinu sem hefst þann 9. janúar í Kamerún, en Kundai Benyu hefur verið valinn í landslið Simbabve.

Frá þessu er meðal annars greint á samfélagsmiðlum Vestra, en Benyu er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður.

Benyu gekk í raðir Vestra frá Wealdstone á Englandi í febrúar á þessu ári. Hann ólst upp hjá Ipswich Town áður en hann færði sig yfir til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann lék einn leik fyrir félagið.

Lokahópur Simbabve var kynntur í gær. Benyu er ekki eini leikmaður íslensku deildanna sem mun taka þátt í Afríkumótinu, en Kwame Quee, leikmaður Víkings mun leika með landsliði Síerra Leone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×