Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. desember 2021 22:00 Ágústa og Guðlaugur eru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. Ágústa Johnson er framkvæmdarstjóri Hreyfingar og er hún jafnframt einn mesti frumkvöðull í heilsurækt á Íslandi. Hennar betri helmingur, Guðlaugur Þór Þórðarson, er reynslumikill stjórnmálamaður sem nýlega tók við sem umhverfisráðherra. Þau Ágústa og Guðlaugur voru gestir í 37. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Jane Fonda kveikti ástríðuna Í þættinum segir Ágústa frá því hvernig áhugi hennar á líkamsrækt kviknaði þegar hún var unglingur. „Þetta byrjaði í rauninni allt með því að mamma kom heim frá útlöndum með Jane Fonda æfingabókina. Þá var ég í Versló og tók þessa bók bara traustataki og byrjaði að gera þessar æfingar með vinkonum mínum. Þannig kviknaði þessi áhugi upphaflega.“ Ágústa var hins vegar á leiðinni í nám í arkítektúr í Þýskalandi þegar foreldrar hennar bentu henni góðfúslega á að áhugi hennar lægi mögulega annars staðar. „Þannig ég endaði á því að fara til Bandaríkjanna í nám í tómstunda- og íþróttafræðum og the rest is history,“ en hún opnaði fyrstu líkamsræktarstöðina, Aerobic studio, árið 1986. Guðlaugur átti frumkvæðið Ágústa kynntist Guðlaugi þegar hann hafði samband við hana eitt sinn þegar hann vantaði fólk til þess að auglýsa Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. „Svo hringir Ágústa í mig seinna og segir „Sæll Guðlaugur, þetta er Ágústa Johnson, nú er komið að mér!“ og þá átti ég að borga til baka fyrir Sjálfstæðisauglýsinguna.“ Þarna var Ágústa hins vegar gift öðrum manni og fóru þau Guðlaugur ekki að stinga saman nefjum fyrr en nokkrum árum síðar, eftir skilnað Ágústu. Guðlaugur viðurkennir það fúslega að það hafi verið hann sem átti frumkvæðið í þeirra samskiptum. Hann segist hafa verið útsjónarsamur og fundið hin ýmsu tilefni til þess að sýna henni að hann hefði áhuga. „Ég bauð henni í mat en hún sagði svo mörgum árum seinna að það hefði verið hræðileg máltíð,“ segir Guðlaugur sem taldi sig hafa eldað dýrindis gúllassúpu. Guðlaugur Þór og Ágústa hafa verið gift í tuttugu ár. Var búinn á því eftir fyrstu jólin Ágústa á tvö börn úr fyrra hjónabandi og eru þau í dag orðin fullorðin. Þegar Guðlaugur kynntist Ágústu voru börnin hins vegar lítil og segir hann það hafa verið talsverð viðbrigði fyrir sig að stíga inn í fjölskylduna. „Ég er einbirni og var búinn að vera einhleypur. Um jólin var ég vanur því að fara til mömmu og pabba. Það var ekkert stress og allt ótrúlega rólegt. Ég og pabbi tókum bara golf á jóladag.“ „Svo þegar kom að jólunum eftir að við Ágústa byrjum saman þá var ég bara eins og undin tuska. Tvö börn á jólunum og ég var algjörlega búinn á því. Eftir að við byrjuðum að búa saman þá fór maður líka auðvitað að fá leikskólapestirnar, þannig þetta voru mikil viðbrigði en skemmtileg viðbrigði.“ Saman eignuðust Guðlaugur og Ágústa svo tvíbura og eru börnin því orðin fjögur. Þá hafa einnig bæst í hópinn þrjú barnabörn. „Að vera foreldri er krefjandi hlutverk alla daga og hverja einustu mínútu en þegar barnabörnin koma er þetta meira svona eintóm skemmtilegheit. Þá tekur maður bara rjómann af þessu öllu. Það er bara yndislegt að fá þessi kríli í heimsókn og maður vildi geta gert meira af því.“ Öðruvísi upplifun með húsaskiptum Ágústa og Guðlaugur hafa ferðast mikið og er það eitt af þeirra helstu áhugamálum. Fjölskyldan ferðaðist mikið til Bandaríkjanna þegar börnin voru yngri og stunduðu þau þá gjarnan húsaskipti. „Húsaskiptin eru skemmtileg því þú færð allt í einu svona smá að upplifa annað líf. Við höfum líka farið í húsaskipti til Frakklands. Þetta er allt öðruvísi upplifun, eins og í Houston þá kynntumst við bara nágrönnunum,“ segir Guðlaugur. „Þarna ferðu bara inn í hús þar sem allt er til staðar. Þú eldar bara matinn í eldhúsinu þeirra, þú þarft ekki að rjúka út í búð til að kaupa fimm krydd af því þetta er allt til. Þú þarft vissulega að vinna heimavinnuna þína en það myndast gagnkvæmt traust þegar þú ert heima hjá einhverjum og þau eru heima hjá þér,“ bætir Ágústa við. Í seinni tíð hefur hins vegar reynst erfiðara að skipuleggja fjölskyldufríin vegna vinnu Guðlaugs en þau reyna þó að setja fjölskyldustundirnar í forgang. „Ef þú skipuleggur það ekki þá gerist það ekki. Það er svolítið skynsamlegt að við reynum að hafa mat með allri fjölskyldunni einu sinni í viku,“ segir Guðlaugur. „Þetta var það súrrealískasta sem ég hef upplifað“ Í þættinum segir Ágústa frá óheppilegu en spauglegu atviki þegar Guðlaugur og æskuvinur hans ákváðu að skipuleggja matarboð saman. „Við hittum góðan æskuvin Gulla í fermingarveislu um árið og þeir eru mikið að spjalla. Svo daginn eftir veisluna þá segir Gulli mér að hann hafi boðið þeim í mat. Það var bara frábært og við förum að undirbúa matarboðið. Það var langt síðan við höfðum hitt þau og því var mikið lagt í þetta. Við vorum með hreindýrasteik og dýrindis eftirrétt sem ég hafði mikið lagt í.“ Umræddur vinur er þekktur fyrir það að vera óstundvís og því kipptu þau sér ekki upp við það þegar hann var ekki mættur á tilskildum tíma. En þegar maturinn var farinn að kólna ákvað Guðlaugur að hringja í hann og kanna hvort það væri langt í hann. „Gulli tekur upp símann og spyr hvort hann sé á leiðinni og ég sé bara að það kemur skrítinn svipur á hann og hann segir: Ha hvað meinarðu?“ „Þá kemur í ljós að þeir voru búnir að plana þetta matarboð og þeir stóðu báðir í þeirri trú að þeir hefðu boðið heim í mat. Þannig þau voru heima hjá sér, búin að gera nákvæmlega það sama og við, en ekki nóg með það heldur höfðu þau líka boðið fleira fólki í mat.“ Það sem Ágústu þykir enn merkilegra er að þeir vinirnir höfðu verið í heilmiklum samskiptum í millitíðinni en samt einhvern veginn tekist að misskilja hvorn annan. „Þetta endaði með því að eldri strákurinn bauð vini sínum heim í hreindýrasteik. Við fórum yfir í hitt matarboðið og tókum bara eftirréttinn með okkur og gengum frá uppdekkuðu borðinu heima. Þetta var það súrrealískasta sem ég hef upplifað.“ „Þegar við fórum svo yfir SMS samskiptin okkar eftir á þá var alveg aðdáunarvert hvernig okkur tókst að gera þetta,“ segir Guðlaugur en þeir vinirnir hafa ekki lengur heimild til þess að skipuleggja matarboð saman. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Ágústu og Guðlaug í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Sjálfstæðisflokkurinn Heilsa Tengdar fréttir „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01 Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00 Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Ágústa Johnson er framkvæmdarstjóri Hreyfingar og er hún jafnframt einn mesti frumkvöðull í heilsurækt á Íslandi. Hennar betri helmingur, Guðlaugur Þór Þórðarson, er reynslumikill stjórnmálamaður sem nýlega tók við sem umhverfisráðherra. Þau Ágústa og Guðlaugur voru gestir í 37. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Jane Fonda kveikti ástríðuna Í þættinum segir Ágústa frá því hvernig áhugi hennar á líkamsrækt kviknaði þegar hún var unglingur. „Þetta byrjaði í rauninni allt með því að mamma kom heim frá útlöndum með Jane Fonda æfingabókina. Þá var ég í Versló og tók þessa bók bara traustataki og byrjaði að gera þessar æfingar með vinkonum mínum. Þannig kviknaði þessi áhugi upphaflega.“ Ágústa var hins vegar á leiðinni í nám í arkítektúr í Þýskalandi þegar foreldrar hennar bentu henni góðfúslega á að áhugi hennar lægi mögulega annars staðar. „Þannig ég endaði á því að fara til Bandaríkjanna í nám í tómstunda- og íþróttafræðum og the rest is history,“ en hún opnaði fyrstu líkamsræktarstöðina, Aerobic studio, árið 1986. Guðlaugur átti frumkvæðið Ágústa kynntist Guðlaugi þegar hann hafði samband við hana eitt sinn þegar hann vantaði fólk til þess að auglýsa Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. „Svo hringir Ágústa í mig seinna og segir „Sæll Guðlaugur, þetta er Ágústa Johnson, nú er komið að mér!“ og þá átti ég að borga til baka fyrir Sjálfstæðisauglýsinguna.“ Þarna var Ágústa hins vegar gift öðrum manni og fóru þau Guðlaugur ekki að stinga saman nefjum fyrr en nokkrum árum síðar, eftir skilnað Ágústu. Guðlaugur viðurkennir það fúslega að það hafi verið hann sem átti frumkvæðið í þeirra samskiptum. Hann segist hafa verið útsjónarsamur og fundið hin ýmsu tilefni til þess að sýna henni að hann hefði áhuga. „Ég bauð henni í mat en hún sagði svo mörgum árum seinna að það hefði verið hræðileg máltíð,“ segir Guðlaugur sem taldi sig hafa eldað dýrindis gúllassúpu. Guðlaugur Þór og Ágústa hafa verið gift í tuttugu ár. Var búinn á því eftir fyrstu jólin Ágústa á tvö börn úr fyrra hjónabandi og eru þau í dag orðin fullorðin. Þegar Guðlaugur kynntist Ágústu voru börnin hins vegar lítil og segir hann það hafa verið talsverð viðbrigði fyrir sig að stíga inn í fjölskylduna. „Ég er einbirni og var búinn að vera einhleypur. Um jólin var ég vanur því að fara til mömmu og pabba. Það var ekkert stress og allt ótrúlega rólegt. Ég og pabbi tókum bara golf á jóladag.“ „Svo þegar kom að jólunum eftir að við Ágústa byrjum saman þá var ég bara eins og undin tuska. Tvö börn á jólunum og ég var algjörlega búinn á því. Eftir að við byrjuðum að búa saman þá fór maður líka auðvitað að fá leikskólapestirnar, þannig þetta voru mikil viðbrigði en skemmtileg viðbrigði.“ Saman eignuðust Guðlaugur og Ágústa svo tvíbura og eru börnin því orðin fjögur. Þá hafa einnig bæst í hópinn þrjú barnabörn. „Að vera foreldri er krefjandi hlutverk alla daga og hverja einustu mínútu en þegar barnabörnin koma er þetta meira svona eintóm skemmtilegheit. Þá tekur maður bara rjómann af þessu öllu. Það er bara yndislegt að fá þessi kríli í heimsókn og maður vildi geta gert meira af því.“ Öðruvísi upplifun með húsaskiptum Ágústa og Guðlaugur hafa ferðast mikið og er það eitt af þeirra helstu áhugamálum. Fjölskyldan ferðaðist mikið til Bandaríkjanna þegar börnin voru yngri og stunduðu þau þá gjarnan húsaskipti. „Húsaskiptin eru skemmtileg því þú færð allt í einu svona smá að upplifa annað líf. Við höfum líka farið í húsaskipti til Frakklands. Þetta er allt öðruvísi upplifun, eins og í Houston þá kynntumst við bara nágrönnunum,“ segir Guðlaugur. „Þarna ferðu bara inn í hús þar sem allt er til staðar. Þú eldar bara matinn í eldhúsinu þeirra, þú þarft ekki að rjúka út í búð til að kaupa fimm krydd af því þetta er allt til. Þú þarft vissulega að vinna heimavinnuna þína en það myndast gagnkvæmt traust þegar þú ert heima hjá einhverjum og þau eru heima hjá þér,“ bætir Ágústa við. Í seinni tíð hefur hins vegar reynst erfiðara að skipuleggja fjölskyldufríin vegna vinnu Guðlaugs en þau reyna þó að setja fjölskyldustundirnar í forgang. „Ef þú skipuleggur það ekki þá gerist það ekki. Það er svolítið skynsamlegt að við reynum að hafa mat með allri fjölskyldunni einu sinni í viku,“ segir Guðlaugur. „Þetta var það súrrealískasta sem ég hef upplifað“ Í þættinum segir Ágústa frá óheppilegu en spauglegu atviki þegar Guðlaugur og æskuvinur hans ákváðu að skipuleggja matarboð saman. „Við hittum góðan æskuvin Gulla í fermingarveislu um árið og þeir eru mikið að spjalla. Svo daginn eftir veisluna þá segir Gulli mér að hann hafi boðið þeim í mat. Það var bara frábært og við förum að undirbúa matarboðið. Það var langt síðan við höfðum hitt þau og því var mikið lagt í þetta. Við vorum með hreindýrasteik og dýrindis eftirrétt sem ég hafði mikið lagt í.“ Umræddur vinur er þekktur fyrir það að vera óstundvís og því kipptu þau sér ekki upp við það þegar hann var ekki mættur á tilskildum tíma. En þegar maturinn var farinn að kólna ákvað Guðlaugur að hringja í hann og kanna hvort það væri langt í hann. „Gulli tekur upp símann og spyr hvort hann sé á leiðinni og ég sé bara að það kemur skrítinn svipur á hann og hann segir: Ha hvað meinarðu?“ „Þá kemur í ljós að þeir voru búnir að plana þetta matarboð og þeir stóðu báðir í þeirri trú að þeir hefðu boðið heim í mat. Þannig þau voru heima hjá sér, búin að gera nákvæmlega það sama og við, en ekki nóg með það heldur höfðu þau líka boðið fleira fólki í mat.“ Það sem Ágústu þykir enn merkilegra er að þeir vinirnir höfðu verið í heilmiklum samskiptum í millitíðinni en samt einhvern veginn tekist að misskilja hvorn annan. „Þetta endaði með því að eldri strákurinn bauð vini sínum heim í hreindýrasteik. Við fórum yfir í hitt matarboðið og tókum bara eftirréttinn með okkur og gengum frá uppdekkuðu borðinu heima. Þetta var það súrrealískasta sem ég hef upplifað.“ „Þegar við fórum svo yfir SMS samskiptin okkar eftir á þá var alveg aðdáunarvert hvernig okkur tókst að gera þetta,“ segir Guðlaugur en þeir vinirnir hafa ekki lengur heimild til þess að skipuleggja matarboð saman. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Ágústu og Guðlaug í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Sjálfstæðisflokkurinn Heilsa Tengdar fréttir „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01 Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00 Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00
Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01
Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00
Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00