Telja ekki á ábyrgð strætóbílstjóra að fylgjast með grímunotkun farþega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 15:04 Vagnstjórar hjá Strætó fylgja því ekki eftir að grímur séu notaðar um borð í vögnum. Fyrirtækið mælir þó með því að allir farþegar noti grímur um borð. Vísir/Vilhelm Það er ekki í verkahring vagnstjóra Strætó að fylgja því eftir hvort farþegar séu með grímu, óháð því hvort unnt sé að hlíta fjarlægðartakmörkunum í vögnum eða ekki. Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið túlka reglugerð heilbrigðisráðherra á þá leið að fólk þurfi að bera sjálft ábyrgð á smitvörnum. Vísir ræddi fyrr í dag við Sigrúnu Oddsdóttur strætónotanda sem kvaðst hafa áhyggjur af því að notendur almenningssamgangna væru sérstaklega útsettir fyrir Covid-smiti, innan um grímulausa farþega. Hún nefnir dæmi þess að í gær hafi þrír grímulausir farþegar komið inn í þétt setinn vagn á leið númer 2, en vagnstjórinn hafi ekki talið það í sínum verkahring að gera þeim að setja upp grímur eða vísa þeim úr vagninum. „Einn strætó er ekki stórt rými og þarna ertu með þrjá sem eru ekki með grímu, og sitja nálægt öðrum farþegum,“ sagði Sigrún í samtali við Vísi. Hún segist hafa fengið þau svör hjá Strætó að það væri ekki á ábyrgð vagnstjóra að fylgja grímunotkun farþega eftir. „Ef þeir geta ekki tryggt öryggi farþega þá eiga þeir ekki að keyra.“ Strætó vilji ekki neita fólki um inngöngu Í samtali við Vísi segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að hjá fyrirtækinu sé lagður sá skilningur í reglugerð heilbrigðisráðherra, þar sem kveðið er á um grímunotkun við ákveðnar aðstæður, að það sé á ábyrgð farþeganna sjálfra að nota grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Guðmundur Heiðar Helgason er upplýsingafulltruí Strætó.Strætó „Núna höfum við prófað bæði. Við höfum prófað að hafa algjöra grímuskyldu, þannig að vagnstjórar hafi neitað fólki að koma um borð ef það er ekki með grímu og svo höfum við prófað þetta. Það eru oft augnablik, utan háannatíma og á ákveðnum leiðum, þar sem er alveg pláss. Við viljum ekki vera að neita fólki aðgang, því við erum bara þannig fyrirtæki að við erum oft eini samgöngukosturinn fyrir fólk og viljum því ekki neita fólki aðgang, heldur fylgja reglugerðinni eins og hún er orðuð, í stað þess að ganga lengra og setja á algjöra grímuskyldu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þekkjum hvað þarf að gera Þess vegna hafi ákvörðun um þetta verið tekin, í því skyni að minnka möguleikann á árekstrum milli farþega og vagnstjóra. Þá leggi Strætó þann skilning í reglugerðina að fólk verði að bera ábyrgð á eigin smitvörnum. „Við lítum að minnsta kosti þannig á að það sé ekki hægt fyrir vagnstjóra að vera að fylgjast með þessu. Stundum kemur fólk inn í vagninn og tekur svo kannski grímuna af sér. Við erum orðin nokkuð góð í þessu, í faraldrinum. Við þekkjum hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur og ítrekar að mikilvægt sé að fólk taki ábyrgð á eigin sóttvörnum. Vagnstjórar geti auðvitað minnt fólk á grímunotkun, en ekki sé litið svo á að það sé í þeirra verkahring að varna neinum inngöngu í vagna Strætó vegna grímuleysis. Á vef Strætó má þá finna ábendingar til farþega um sóttvarnir um borð: Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Vísir ræddi fyrr í dag við Sigrúnu Oddsdóttur strætónotanda sem kvaðst hafa áhyggjur af því að notendur almenningssamgangna væru sérstaklega útsettir fyrir Covid-smiti, innan um grímulausa farþega. Hún nefnir dæmi þess að í gær hafi þrír grímulausir farþegar komið inn í þétt setinn vagn á leið númer 2, en vagnstjórinn hafi ekki talið það í sínum verkahring að gera þeim að setja upp grímur eða vísa þeim úr vagninum. „Einn strætó er ekki stórt rými og þarna ertu með þrjá sem eru ekki með grímu, og sitja nálægt öðrum farþegum,“ sagði Sigrún í samtali við Vísi. Hún segist hafa fengið þau svör hjá Strætó að það væri ekki á ábyrgð vagnstjóra að fylgja grímunotkun farþega eftir. „Ef þeir geta ekki tryggt öryggi farþega þá eiga þeir ekki að keyra.“ Strætó vilji ekki neita fólki um inngöngu Í samtali við Vísi segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að hjá fyrirtækinu sé lagður sá skilningur í reglugerð heilbrigðisráðherra, þar sem kveðið er á um grímunotkun við ákveðnar aðstæður, að það sé á ábyrgð farþeganna sjálfra að nota grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Guðmundur Heiðar Helgason er upplýsingafulltruí Strætó.Strætó „Núna höfum við prófað bæði. Við höfum prófað að hafa algjöra grímuskyldu, þannig að vagnstjórar hafi neitað fólki að koma um borð ef það er ekki með grímu og svo höfum við prófað þetta. Það eru oft augnablik, utan háannatíma og á ákveðnum leiðum, þar sem er alveg pláss. Við viljum ekki vera að neita fólki aðgang, því við erum bara þannig fyrirtæki að við erum oft eini samgöngukosturinn fyrir fólk og viljum því ekki neita fólki aðgang, heldur fylgja reglugerðinni eins og hún er orðuð, í stað þess að ganga lengra og setja á algjöra grímuskyldu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þekkjum hvað þarf að gera Þess vegna hafi ákvörðun um þetta verið tekin, í því skyni að minnka möguleikann á árekstrum milli farþega og vagnstjóra. Þá leggi Strætó þann skilning í reglugerðina að fólk verði að bera ábyrgð á eigin smitvörnum. „Við lítum að minnsta kosti þannig á að það sé ekki hægt fyrir vagnstjóra að vera að fylgjast með þessu. Stundum kemur fólk inn í vagninn og tekur svo kannski grímuna af sér. Við erum orðin nokkuð góð í þessu, í faraldrinum. Við þekkjum hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur og ítrekar að mikilvægt sé að fólk taki ábyrgð á eigin sóttvörnum. Vagnstjórar geti auðvitað minnt fólk á grímunotkun, en ekki sé litið svo á að það sé í þeirra verkahring að varna neinum inngöngu í vagna Strætó vegna grímuleysis. Á vef Strætó má þá finna ábendingar til farþega um sóttvarnir um borð: Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni.
Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent