Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 10:25 Fólk syrgir þá sem myrtir voru í Denver á dögunum. AP/David Zalubowski Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05