Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúkyrðum yfir starfsfólkið Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. desember 2021 11:38 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Sigurjón. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 19 liggja inni á Landspítalanum samkvæmt vef spítalans., þar af sex á gjörgæslu. Alls eru 6.403 sjúklingar undir eftirliti Covid-göngudeildarspítalans, þar af 1.373 börn. Már segir álagið þar vera gríðarlegt. „Það er gríðarlega mikið álag á göngudeildinni hjá okkur, gríðarlegt álag. Það er þar sem skóinn kreppur mest hjá okkur,“ segir Már. Skoða hvort hægt sé að stytta sóttkví Sóttvarnastofnunnar Bandaríkjanna ákvað á dögunum að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að skoða hvort að það rúmist innan núverandi reglugerðar um sóttkví og einangrun að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Það muni skýrast í dag „Reglugerðin er þannig að fólk er tíu daga í einangrun en við erum að skoða leiðir til að reyna að stytta það og fólk verður bara að fylgjast með þeim skilaboðum sem það fær í gegnum rafræn skilaboð. Fyrir einkennalausa erum við að reyna að skoða það hvort það sé hægt að stytta það,“ segir Már og ítrekar að mikilvægt sé að fara eftir þeim reglum og tilmælum sem komi í gegnum. Ekki við starfsfólk göngudeildarinnar að sakast Hann biðlar þó til þeirra sem eru í einangrun að sýna starfsfólki göngudeildarinnar ekki dónaskap, líkt og borið hefur á að undanförnu að hans sögn. „Fólk hefur verið mjög ágengt í símaver göngudeildarinnar og stappar oft nærri bara hreinum dónaskap gagnvart starfsfólki okkar. Það mæðir mjög mikið á því og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari eftir þeim reglum sem að það fær í gegnum Heilsuveru,“ segir Már. Starfsfólkið göngudeildarinnar sé að gera sitt besta undir miklu álagi. „Það er ekki við starfsfólkið á göngudeildinni að sakast. Það er mjög íþyngjandi þegar fólk er að fá yfir sig skammir og fúkyrði frá borgurunum. Fólkið á göngudeildinni er að gera sitt besta, það eru gríðarlegar annir og fólk þarf að sýna okkur tilhlýðilega þolinmæði. Við erum öll að reyna að vinna í þessu saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. 30. desember 2021 11:24
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27