SPICE og önnur „ný“ efni Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 07:02 Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun