Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2022 13:31 Hrunamannahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem berst fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu en innan þess sveitarfélags er þorpið Flúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“. Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“.
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira