Körfubolti

Horry: Bucks geta ekki unnið tvisvar í röð

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Robert Horry elskar Larry O'Brian styttuna
Robert Horry elskar Larry O'Brian styttuna EPA/MIGUEL ANGEL MOLINA

Robert Horry, sem vann sjö NBA titla á sínum tíma með Rockets, Lakers og Spurs, skaut föstum skotum að ríkjandi NBA meisturum Milwaukee Bucks. Horry sagði að Bucks geti ekki unnið titilinn tvisvar í röð.

Horry lét ummælin falla í sínu eigin hlaðvarpi, Big shot Bob with Robert Horry. Hann var að fjalla um feril sinn með Los Angeles Lakers sem unnu þrjá titla í röð á árunum 1999-2002.

„Ég held það verði aldrei möguleiki aftur fyrir lið að vinna þrisvar sinnum í röð. Kannski geta lið unnið tvisvar í röð en það verður ekki algengt. Það er mjög erfitt að vinna oft í röð því liðin breytast svo mikið milli ára. Sjáðu bara Lakers liðið sem vann 2020.“, sagði Horry og hélt áfram:

„Við vitum að Milwaukee getur ekki unnið tvisvar í röð því þeir hefðu ekki átt að vera í úrslitum. Þeir voru bara þar vegna þess að það var stóratá á línunni“, sagði Horry sem er þar að vísa í risastórt skot Kevin Durant sem kom leik þrjú í einvígi Bucks og Nets í framlengingu en stóratáin hans Durant var á þriggja stiga línunni. Ef táin hefði verið minni þá hefði Durant sett þriggja stiga skot og líklega slegið Bucks út úr úrslitakeppninni.

Tvisturinn frægiEPA-EFE/JASON

Horry lokaði svo þessari umræðu með skoti á Mike Budenholzer, þjálfara Milwaukee.

„Hann þarf betri þjálfara en Bud“, sagði Horry.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×