Covid skóli Sara Oskarsson skrifar 2. janúar 2022 08:01 Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun