Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 20:14 Gylfi Þór er forstöðumaður farsóttarhúsanna. Vísir/Vilhelm „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. „Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
„Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira