Allt í rusli – en samt ekki Jóhann Viðar Jóhannsson skrifar 4. janúar 2022 08:01 Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun