Argentínskur plötusnúður fékk morðhótanir en neitar að hafa smitað Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 09:01 Lionel Messi er enn staddur í Argentínu og má ekki fara á meðan hann er með veiruna. EPA-EFE/Ian Langsdon Lionel Messi er með kórónuveiruna en hann náði sér í hana í jólafríi sínu í Argentínu. Það er óhætt að segja að Argentínumenn hafi leitað uppi sökudólg eftir að fréttir bárust af smiti gulldrengsins. Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira