Það keppir enginn í maraþonhlaupi með sementspoka á bakinu Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. janúar 2022 07:30 Eitt aðaleinkenni íslensks atvinnulífs og Íslendinga almennt er dugnaður og útsjónarsemi. Í aldanna rás hafa Íslendingar unnið baki brotnu og tekist að byggja upp gott samfélag þar sem fólk hefur það almennt nokkuð gott þó auðvitað séu hér hópar sem hafa verið skildir eftir. Þegar horft er á þróunina frá stríðslokum 1945 þá höfum við í raun farið frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu í eitt það blómlegasta. Það mál líkja þessum árangri við það að keppa í maraþonhlaupi á HM í frjálsum íþróttum og vera eini keppandinn með sementspoka á bakinu en hafna samt í einu af efstu sætunum. Til að ná slíkum árangri þarf hlauparinn að æfa miklu meira en hinir til að ná þessum árangri, leggja tvöfalt meira á sig. Er ekki kominn tími til að losa okkur við sementspokann og uppskera laun erfiðis okkar? Ég trúi á jöfn tækifæri en þegar sumir þurfa að hlaupa með sementspoka á bakinu er um ójafna keppni að ræða. Flokkur fólksins hefur nú bent á eina af birtingarmyndum þessa ójafna kapphlaups. Bankarnir skila feitum hagnaði á sama tíma og verð hlutfjár í þeim rýkur upp á tímum djúprar efnahagslægðar. Skilaboðin eru þau að hækka beri bankaskattinn sem sumir halda fram að muni einungis leiða til hækkunar þjónustugjalda og vaxtamunar og þar með þyngja þennan blessaða sementspoka. Rót vandans liggur í áhættusömum örgjaldmiðli sem kostar almenning tugi milljarða á ári, gjaldmiðli sem hamlar samkeppni, gjaldmiðli sem þrífst ekki nema með höftum. Viðbrögðin eru samt alltaf þau sömu, að meðhöndla einkennin í stað þess að ráðast að rótum vandans. Á meðan burðumst við með æ þyngri sementspoka á bakinu í lífsgæðakapphlaupinu, úrvinda dugnaðarfólk. Er þetta ekki bara komið gott? Er ekki bara best að leggja sementspokanum og leyfa okkur að njóta raunverulegs ávinnings dugnaðar okkar og útsjónarsemi með alvöru gjaldmiðli? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt aðaleinkenni íslensks atvinnulífs og Íslendinga almennt er dugnaður og útsjónarsemi. Í aldanna rás hafa Íslendingar unnið baki brotnu og tekist að byggja upp gott samfélag þar sem fólk hefur það almennt nokkuð gott þó auðvitað séu hér hópar sem hafa verið skildir eftir. Þegar horft er á þróunina frá stríðslokum 1945 þá höfum við í raun farið frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu í eitt það blómlegasta. Það mál líkja þessum árangri við það að keppa í maraþonhlaupi á HM í frjálsum íþróttum og vera eini keppandinn með sementspoka á bakinu en hafna samt í einu af efstu sætunum. Til að ná slíkum árangri þarf hlauparinn að æfa miklu meira en hinir til að ná þessum árangri, leggja tvöfalt meira á sig. Er ekki kominn tími til að losa okkur við sementspokann og uppskera laun erfiðis okkar? Ég trúi á jöfn tækifæri en þegar sumir þurfa að hlaupa með sementspoka á bakinu er um ójafna keppni að ræða. Flokkur fólksins hefur nú bent á eina af birtingarmyndum þessa ójafna kapphlaups. Bankarnir skila feitum hagnaði á sama tíma og verð hlutfjár í þeim rýkur upp á tímum djúprar efnahagslægðar. Skilaboðin eru þau að hækka beri bankaskattinn sem sumir halda fram að muni einungis leiða til hækkunar þjónustugjalda og vaxtamunar og þar með þyngja þennan blessaða sementspoka. Rót vandans liggur í áhættusömum örgjaldmiðli sem kostar almenning tugi milljarða á ári, gjaldmiðli sem hamlar samkeppni, gjaldmiðli sem þrífst ekki nema með höftum. Viðbrögðin eru samt alltaf þau sömu, að meðhöndla einkennin í stað þess að ráðast að rótum vandans. Á meðan burðumst við með æ þyngri sementspoka á bakinu í lífsgæðakapphlaupinu, úrvinda dugnaðarfólk. Er þetta ekki bara komið gott? Er ekki bara best að leggja sementspokanum og leyfa okkur að njóta raunverulegs ávinnings dugnaðar okkar og útsjónarsemi með alvöru gjaldmiðli? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun