Hvers vegna skelfur allt vegna Evergrande? Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. janúar 2022 08:00 Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Kína Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun