Einstakt listaverkasafn afhent Listasafni Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2022 17:36 Listasafn Íslands tekur við listaverkasafninu að ósk Listaverkasjóðs Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Stjórnarráðið Listasafn Íslands fékk í dag afhent einstakt listaverkasafn Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Listaverkasafnið inniheldur margar af perlum íslenskrar myndlistar. Listaverkasafnið er eign Listaverkasjóðs Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem stofnaður var af Ingibjörgu, ekkju Þorvaldar og börnum þeirra, Geirlaugu, Skúla og Katrínu um síðustu aldamót. Að ósk stjórnar sjóðsins og erfingja þeirra hjóna, er Listasafni Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneyti falin stjórn sjóðsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að listaverkasafnið skarti perlum íslenskrar listasögu, ekki síst þeirra listamanna sem teljast til frumherja íslenskrar málaralistar. Safnið inniheldur drjúgan hluta þeirra myndlistarmanna sem störfuðu á fyrstu áratugum síðustu aldar og kynslóðirnar samtíða þeim hjónum. Safnið var afhent í dag.Stjórnarráðið Fjöldi verka listaverkasafnsins er um 1.400 talsins, meðal annars málverk, teikningar, grafík, skúlptúrar og lágmyndir og skipar landslagsmálverkið verðugan sess í safninu með einstökum verkum frumherja íslenskrar myndlistar svo sem. Ásgríms Jónssonar, Jóhannesar Kjarval, Jóns Stefánssonar, Kristínar Jónsdóttur og Gunnlaugs Scheving svo dæmi séu tekin. Auk þeirra er fjöldi verka listamanna sem komu fram á millistríðsárunum og um miðja síðustu öld og voru virkir allt fram yfir síðustu aldamót, svo sem eftir Eirík Smith, Louisu Matthíasdóttur, Kristján Davíðsson, Tryggva Ólafsson og Veturliða Gunnarsson svo fáeinir séu nefndir. „Listasafn Íslands mun á næstu misserum skrá þetta einstaka sérsafn og gera það aðgengilegt til sýninga og með stafrænum hætti. Stefnt er að stórri bókaútgáfu innan fárra ára um það merka og myndarlega framlag til íslenskrar listasögu sem þau hjónin Ingibjörg og Þorvaldur stóðu að,“ segir í tilkynningunni Söfn Menning Myndlist Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Listaverkasafnið er eign Listaverkasjóðs Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem stofnaður var af Ingibjörgu, ekkju Þorvaldar og börnum þeirra, Geirlaugu, Skúla og Katrínu um síðustu aldamót. Að ósk stjórnar sjóðsins og erfingja þeirra hjóna, er Listasafni Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneyti falin stjórn sjóðsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að listaverkasafnið skarti perlum íslenskrar listasögu, ekki síst þeirra listamanna sem teljast til frumherja íslenskrar málaralistar. Safnið inniheldur drjúgan hluta þeirra myndlistarmanna sem störfuðu á fyrstu áratugum síðustu aldar og kynslóðirnar samtíða þeim hjónum. Safnið var afhent í dag.Stjórnarráðið Fjöldi verka listaverkasafnsins er um 1.400 talsins, meðal annars málverk, teikningar, grafík, skúlptúrar og lágmyndir og skipar landslagsmálverkið verðugan sess í safninu með einstökum verkum frumherja íslenskrar myndlistar svo sem. Ásgríms Jónssonar, Jóhannesar Kjarval, Jóns Stefánssonar, Kristínar Jónsdóttur og Gunnlaugs Scheving svo dæmi séu tekin. Auk þeirra er fjöldi verka listamanna sem komu fram á millistríðsárunum og um miðja síðustu öld og voru virkir allt fram yfir síðustu aldamót, svo sem eftir Eirík Smith, Louisu Matthíasdóttur, Kristján Davíðsson, Tryggva Ólafsson og Veturliða Gunnarsson svo fáeinir séu nefndir. „Listasafn Íslands mun á næstu misserum skrá þetta einstaka sérsafn og gera það aðgengilegt til sýninga og með stafrænum hætti. Stefnt er að stórri bókaútgáfu innan fárra ára um það merka og myndarlega framlag til íslenskrar listasögu sem þau hjónin Ingibjörg og Þorvaldur stóðu að,“ segir í tilkynningunni
Söfn Menning Myndlist Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira