Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Alls greindust 314 með kórónuveiruna á landamærunum í gær sem er metfjöldi. Vísir/Vilhelm Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. Alls greindust 1063 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og fækkar heildarfjölda þeim lítilega milli daga. Á landamærunum greindist aftur á móti met fjöldi með veiruna, eða alls 314 manns. Fyrra met var frá 3. janúar þegar 177 greindust smitaðir. 32 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að rekja megi þann mikla fjölda sem greindist á landamærunum í gær að miklu leiti til Íslendinga sem voru að koma heim úr fríi, til að mynda frá Tenerife. „Það er eiginlega ekkert sem er að koma okkur á óvart, það var alveg vitað að það var mikill fjöldi Íslendinga erlendis yfir jól og áramót, og eins mikið af erlendu verkafólki sem er að starfa hérna á Íslandi,“ segir Arngrímur. „Það var viðbúið þegar að þessi hópur myndi snúa til baka að það yrðu einhver smit, vegna þess að það eru náttúrulega mikil smit í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Arngrímur. Hann segir stöðuna á flugvellinum ágæta um þessar mundir þegar kemur að sýnatökum, þó að það sé ákveðið áhyggjuefni hjá starfsmönnum hve margir eru að greinast smitaðir. Álagið komi þó í bylgjum, sérstaklega þegar Íslendingar koma heim þar sem þeir sækja frekar í sýnatökur á flugvellinum. „Það koma þessir svona dagar þar sem það eru það mörg flug, sérstaklega með Íslendinga á sama tíma, eins og gerðist þarna í fyrradag. Þá óhjákvæmilega myndast röð en þarna voru þúsund manns að koma á innan við klukkutíma ofan í önnur flug sem voru síðan að koma líka,“ segir Arngrímur. „Þetta var hálfgert einsdæmi en þetta getur gerst öðru hverju en að öllu jöfnu er mjög lítil eða jafnvel engin bið að komast hérna í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Hann segir viðbúið að tölur yfir fjölda smitaðra á landamærunum næstu daga verði háar. „Kannski ekki alveg svona háar tölur, þetta var dálítið sérstakt að fá svona stóran hóp heim í einu af Íslendingum sem voru að koma úr fríi, en já við megum búast við því að það verði nokkuð háar tölur næstu daga, en misjafnt milli daga,“ segir Arngrímur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05 Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05 Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Alls greindust 1063 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og fækkar heildarfjölda þeim lítilega milli daga. Á landamærunum greindist aftur á móti met fjöldi með veiruna, eða alls 314 manns. Fyrra met var frá 3. janúar þegar 177 greindust smitaðir. 32 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að rekja megi þann mikla fjölda sem greindist á landamærunum í gær að miklu leiti til Íslendinga sem voru að koma heim úr fríi, til að mynda frá Tenerife. „Það er eiginlega ekkert sem er að koma okkur á óvart, það var alveg vitað að það var mikill fjöldi Íslendinga erlendis yfir jól og áramót, og eins mikið af erlendu verkafólki sem er að starfa hérna á Íslandi,“ segir Arngrímur. „Það var viðbúið þegar að þessi hópur myndi snúa til baka að það yrðu einhver smit, vegna þess að það eru náttúrulega mikil smit í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Arngrímur. Hann segir stöðuna á flugvellinum ágæta um þessar mundir þegar kemur að sýnatökum, þó að það sé ákveðið áhyggjuefni hjá starfsmönnum hve margir eru að greinast smitaðir. Álagið komi þó í bylgjum, sérstaklega þegar Íslendingar koma heim þar sem þeir sækja frekar í sýnatökur á flugvellinum. „Það koma þessir svona dagar þar sem það eru það mörg flug, sérstaklega með Íslendinga á sama tíma, eins og gerðist þarna í fyrradag. Þá óhjákvæmilega myndast röð en þarna voru þúsund manns að koma á innan við klukkutíma ofan í önnur flug sem voru síðan að koma líka,“ segir Arngrímur. „Þetta var hálfgert einsdæmi en þetta getur gerst öðru hverju en að öllu jöfnu er mjög lítil eða jafnvel engin bið að komast hérna í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Hann segir viðbúið að tölur yfir fjölda smitaðra á landamærunum næstu daga verði háar. „Kannski ekki alveg svona háar tölur, þetta var dálítið sérstakt að fá svona stóran hóp heim í einu af Íslendingum sem voru að koma úr fríi, en já við megum búast við því að það verði nokkuð háar tölur næstu daga, en misjafnt milli daga,“ segir Arngrímur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05 Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05 Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05
Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05
Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“