Sláandi en ánægjuleg tíðindi leynist í Covid-tölum síðustu daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2022 22:00 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræđideildar Landspítala og professor í ónæmisfræđi viđ læknadeild HÍ, segir að sláandi en ánægjuleg tíðindi birtist þegar rýnt er í Covid-19 tölfræði frá 29. desember til gærdagsins. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira