Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2022 09:14 Japanir hafa aukið fjárútlát til varnarmála töluvert á undanförnum árum. AP/Eugene Hoshiko Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022 Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022
Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira