Segir mataræði grunninn að því að losa sig við kviðfitu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2022 10:31 Þorbjörg er næringarþerapisti. Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur sérhæft sig í náttúrulegum leiðum til heilbrigðara lífs. Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira