Svartsýnasta spáin myndi valda „gríðarlegum áföllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2022 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta. 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42
1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57