„Þau mega segja það sem þau vilja“ Atli Arason skrifar 7. janúar 2022 22:35 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson var ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld þrátt fyrir að hann væri með verki í ökklanum. „Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
„Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira