Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 11:15 Logfræðingar Novaks Djokovic segja að tenniskappinn hafi greinst með kórónuveiruna í desember og því hafi honum verið veitt undanþága frá bólusetningu. Juan Naharro Gimenez/Getty Images for Lexus Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00
Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51
Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30