Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira