Skólastjórnendur upplifi bréf Arnars Þórs sem hótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 20:15 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17