„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 21:30 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag. Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“