Lentu á kafi í vatni í miðjum íshokkíleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 12:15 Íshokkíleikmennirnir Alexei Marchenko og Niko Ojamaki þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að enda ofan í vatni í leik þeirra en myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lykilatriði þegar þú spilar íshokkí er auðvitað að ísinn sé frosinn. Hann var það reyndar í leik í svissnesku deildinni á dögunum en tveir leikmenn enduðu engu að síður á bólakafi í miðjum leik. Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2. Íshokkí Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sjá meira
Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2.
Íshokkí Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sjá meira