Að túlka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:01 Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun