Prinsinn snýr aftur til Bel-Air Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 23:12 Prinsinn snýr aftur til Bel-Air í nýjum þáttum á Peacock. Skjáskot/Getty Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira