Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 18:01 Arnar Þór Viðarsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Úganda. EPA-EFE/Robert Ghement „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Úganda í dag en leikið var í Tyrklandi. Líkt og í öðrum janúarverkefnum landsliðsins var mikið af leikmönnum sem spila á Íslandi í leikmannahópi Íslands og var Arnar Þór mjög sáttur með frammistöðu þeirra. „Leikurinn spilaðist svolítið eins og við bjuggumst við. Af þeim greiningum sem við höfum þá voru sjö leikmenn í byrjunarliði Úganda sem spiluðu flest alla leiki liðsins í liðinni undankeppni. Það voru allt mjög lokaðir leikir,“ sagði Arnar Þór á fjarfundi að leik loknum. „Við byrjuðum leikinn vel og skoruðum gott mark. Síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks misstum við tökin, gerðum of mörg mistök í aðdragandanum að vítinu. Misstum tökin í einn á einn stöðunni og vorum ekki að vinna annan bolta nægilega oft. Vorum ekki sáttur við það í hálfleik en fannst við lagfæra það í síðari hálfleik. Fengum nokkur augnablik í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað tekið sigurinn. Annars spilaðist þetta eins og við vissum að þetta gæti orðið,“ sagði Arnar Þór um leik dagsins. „Hærra level en leikmenn eru vanir.“ Arnar Þór var einkar ánægður með nýliðana en alls voru sex nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag og þá komu tveir inn af bekknum. „Ég er mjög ánægður, þetta er A-landsleikur og það er ákveðin pressa á strákunum og stress auðvitað. Við erum að leita að svörum, sjá hverjir taka skrefið upp á þetta level. Þetta er A-landsleikur og þar af leiðandi hærra level leikmenn eru vanir hjá U-21 árs landsliðinu eða félagsliðum sínum.“ „Ég er sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum. Að sjálfsögðu eru hlutir sem við og leikmenn þurfum að laga en það er mjög jákvætt að fá svör frá leikmönnum sem eru að taka sín fyrstu skref í þessu.“ „Hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel.“ Arnar Þór hrósaði Jón Daða Böðvarssyni í hástert. Jón Daði hefur ekki spilað með landsliðinu í undanförnum verkefnum og verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall á Englandi. Hann stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar. „Í fyrsta lagi langar mig að minnast á að ég er mjög ánægður fyrir hönd Jóns Daða, hann skoraði frábært mark. Þessi strákur er búinn að gefa okkur öllum svo mikið. Ég veit að þetta var mjög mikilvægt fyrir hann, ekki bara að spila þennan leik eftir erfiða mánuði hjá Millwall heldur að koma inn í leikinn í dag og skila þessari frammistöðu. Ég var rosalega ánægður með hann.“ Jón Daði Böðvarsson í baráttunni gegn Joe Gomez í leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli sumarið 2020.VÍSIR/GETTY „Að halda út í þessar mínútur sem hann spilaði lýsir honum vel, hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel. Það er það mikilvægasta fyrir mig í dag. Svo er mikilvægt að hann finni sér stað þar sem honum líður vel, getur spilað fótbolta og fundið gleðina aftur. Ég hef fundið á honum að undanfarna daga - og þau samtöl sem við höfum átt - að hann er rosalega ánægður að vera hérna og maður sá það á honum í leiknum í dag.“ Um varamennina sem komu ekki við sögu „Það er ætlunin að gefa öllum leik, talaði um það fyrir verkefnið. Ætlunin að láta alla spila, sama hvort allir byrji inn á eða ekki. Eigum svo eftir að ákveða hvernig við leggjum leikinn upp gegn Suður-Kóreu.“ Þá er Arnar Þór ánægður að KSÍ hafi tekið það skref að ráða Grétar Rafn Steinsson. „Að fá einhvern inn sem hefur verið tæknilegur ráðgjafi og unnið í þessu stóra starfi hjá Everton, það er erfitt að útskýra fyrir fólki hversu stórt það er fyrir okkur. Öll okkar samtöl hafa gert mér ljóst hversu mikil hans þekking á þessum málum er.“ „Mjög stoltur að KSÍ hafi klárað þessa ráðningu á þessum mikla sérfræðingi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari að endingu. Fótbolti KSÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Úganda í dag en leikið var í Tyrklandi. Líkt og í öðrum janúarverkefnum landsliðsins var mikið af leikmönnum sem spila á Íslandi í leikmannahópi Íslands og var Arnar Þór mjög sáttur með frammistöðu þeirra. „Leikurinn spilaðist svolítið eins og við bjuggumst við. Af þeim greiningum sem við höfum þá voru sjö leikmenn í byrjunarliði Úganda sem spiluðu flest alla leiki liðsins í liðinni undankeppni. Það voru allt mjög lokaðir leikir,“ sagði Arnar Þór á fjarfundi að leik loknum. „Við byrjuðum leikinn vel og skoruðum gott mark. Síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks misstum við tökin, gerðum of mörg mistök í aðdragandanum að vítinu. Misstum tökin í einn á einn stöðunni og vorum ekki að vinna annan bolta nægilega oft. Vorum ekki sáttur við það í hálfleik en fannst við lagfæra það í síðari hálfleik. Fengum nokkur augnablik í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað tekið sigurinn. Annars spilaðist þetta eins og við vissum að þetta gæti orðið,“ sagði Arnar Þór um leik dagsins. „Hærra level en leikmenn eru vanir.“ Arnar Þór var einkar ánægður með nýliðana en alls voru sex nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag og þá komu tveir inn af bekknum. „Ég er mjög ánægður, þetta er A-landsleikur og það er ákveðin pressa á strákunum og stress auðvitað. Við erum að leita að svörum, sjá hverjir taka skrefið upp á þetta level. Þetta er A-landsleikur og þar af leiðandi hærra level leikmenn eru vanir hjá U-21 árs landsliðinu eða félagsliðum sínum.“ „Ég er sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum. Að sjálfsögðu eru hlutir sem við og leikmenn þurfum að laga en það er mjög jákvætt að fá svör frá leikmönnum sem eru að taka sín fyrstu skref í þessu.“ „Hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel.“ Arnar Þór hrósaði Jón Daða Böðvarssyni í hástert. Jón Daði hefur ekki spilað með landsliðinu í undanförnum verkefnum og verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall á Englandi. Hann stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar. „Í fyrsta lagi langar mig að minnast á að ég er mjög ánægður fyrir hönd Jóns Daða, hann skoraði frábært mark. Þessi strákur er búinn að gefa okkur öllum svo mikið. Ég veit að þetta var mjög mikilvægt fyrir hann, ekki bara að spila þennan leik eftir erfiða mánuði hjá Millwall heldur að koma inn í leikinn í dag og skila þessari frammistöðu. Ég var rosalega ánægður með hann.“ Jón Daði Böðvarsson í baráttunni gegn Joe Gomez í leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli sumarið 2020.VÍSIR/GETTY „Að halda út í þessar mínútur sem hann spilaði lýsir honum vel, hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel. Það er það mikilvægasta fyrir mig í dag. Svo er mikilvægt að hann finni sér stað þar sem honum líður vel, getur spilað fótbolta og fundið gleðina aftur. Ég hef fundið á honum að undanfarna daga - og þau samtöl sem við höfum átt - að hann er rosalega ánægður að vera hérna og maður sá það á honum í leiknum í dag.“ Um varamennina sem komu ekki við sögu „Það er ætlunin að gefa öllum leik, talaði um það fyrir verkefnið. Ætlunin að láta alla spila, sama hvort allir byrji inn á eða ekki. Eigum svo eftir að ákveða hvernig við leggjum leikinn upp gegn Suður-Kóreu.“ Þá er Arnar Þór ánægður að KSÍ hafi tekið það skref að ráða Grétar Rafn Steinsson. „Að fá einhvern inn sem hefur verið tæknilegur ráðgjafi og unnið í þessu stóra starfi hjá Everton, það er erfitt að útskýra fyrir fólki hversu stórt það er fyrir okkur. Öll okkar samtöl hafa gert mér ljóst hversu mikil hans þekking á þessum málum er.“ „Mjög stoltur að KSÍ hafi klárað þessa ráðningu á þessum mikla sérfræðingi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari að endingu.
Fótbolti KSÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira