Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 18:01 Arnar Þór Viðarsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Úganda. EPA-EFE/Robert Ghement „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Úganda í dag en leikið var í Tyrklandi. Líkt og í öðrum janúarverkefnum landsliðsins var mikið af leikmönnum sem spila á Íslandi í leikmannahópi Íslands og var Arnar Þór mjög sáttur með frammistöðu þeirra. „Leikurinn spilaðist svolítið eins og við bjuggumst við. Af þeim greiningum sem við höfum þá voru sjö leikmenn í byrjunarliði Úganda sem spiluðu flest alla leiki liðsins í liðinni undankeppni. Það voru allt mjög lokaðir leikir,“ sagði Arnar Þór á fjarfundi að leik loknum. „Við byrjuðum leikinn vel og skoruðum gott mark. Síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks misstum við tökin, gerðum of mörg mistök í aðdragandanum að vítinu. Misstum tökin í einn á einn stöðunni og vorum ekki að vinna annan bolta nægilega oft. Vorum ekki sáttur við það í hálfleik en fannst við lagfæra það í síðari hálfleik. Fengum nokkur augnablik í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað tekið sigurinn. Annars spilaðist þetta eins og við vissum að þetta gæti orðið,“ sagði Arnar Þór um leik dagsins. „Hærra level en leikmenn eru vanir.“ Arnar Þór var einkar ánægður með nýliðana en alls voru sex nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag og þá komu tveir inn af bekknum. „Ég er mjög ánægður, þetta er A-landsleikur og það er ákveðin pressa á strákunum og stress auðvitað. Við erum að leita að svörum, sjá hverjir taka skrefið upp á þetta level. Þetta er A-landsleikur og þar af leiðandi hærra level leikmenn eru vanir hjá U-21 árs landsliðinu eða félagsliðum sínum.“ „Ég er sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum. Að sjálfsögðu eru hlutir sem við og leikmenn þurfum að laga en það er mjög jákvætt að fá svör frá leikmönnum sem eru að taka sín fyrstu skref í þessu.“ „Hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel.“ Arnar Þór hrósaði Jón Daða Böðvarssyni í hástert. Jón Daði hefur ekki spilað með landsliðinu í undanförnum verkefnum og verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall á Englandi. Hann stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar. „Í fyrsta lagi langar mig að minnast á að ég er mjög ánægður fyrir hönd Jóns Daða, hann skoraði frábært mark. Þessi strákur er búinn að gefa okkur öllum svo mikið. Ég veit að þetta var mjög mikilvægt fyrir hann, ekki bara að spila þennan leik eftir erfiða mánuði hjá Millwall heldur að koma inn í leikinn í dag og skila þessari frammistöðu. Ég var rosalega ánægður með hann.“ Jón Daði Böðvarsson í baráttunni gegn Joe Gomez í leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli sumarið 2020.VÍSIR/GETTY „Að halda út í þessar mínútur sem hann spilaði lýsir honum vel, hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel. Það er það mikilvægasta fyrir mig í dag. Svo er mikilvægt að hann finni sér stað þar sem honum líður vel, getur spilað fótbolta og fundið gleðina aftur. Ég hef fundið á honum að undanfarna daga - og þau samtöl sem við höfum átt - að hann er rosalega ánægður að vera hérna og maður sá það á honum í leiknum í dag.“ Um varamennina sem komu ekki við sögu „Það er ætlunin að gefa öllum leik, talaði um það fyrir verkefnið. Ætlunin að láta alla spila, sama hvort allir byrji inn á eða ekki. Eigum svo eftir að ákveða hvernig við leggjum leikinn upp gegn Suður-Kóreu.“ Þá er Arnar Þór ánægður að KSÍ hafi tekið það skref að ráða Grétar Rafn Steinsson. „Að fá einhvern inn sem hefur verið tæknilegur ráðgjafi og unnið í þessu stóra starfi hjá Everton, það er erfitt að útskýra fyrir fólki hversu stórt það er fyrir okkur. Öll okkar samtöl hafa gert mér ljóst hversu mikil hans þekking á þessum málum er.“ „Mjög stoltur að KSÍ hafi klárað þessa ráðningu á þessum mikla sérfræðingi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari að endingu. Fótbolti KSÍ Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Úganda í dag en leikið var í Tyrklandi. Líkt og í öðrum janúarverkefnum landsliðsins var mikið af leikmönnum sem spila á Íslandi í leikmannahópi Íslands og var Arnar Þór mjög sáttur með frammistöðu þeirra. „Leikurinn spilaðist svolítið eins og við bjuggumst við. Af þeim greiningum sem við höfum þá voru sjö leikmenn í byrjunarliði Úganda sem spiluðu flest alla leiki liðsins í liðinni undankeppni. Það voru allt mjög lokaðir leikir,“ sagði Arnar Þór á fjarfundi að leik loknum. „Við byrjuðum leikinn vel og skoruðum gott mark. Síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks misstum við tökin, gerðum of mörg mistök í aðdragandanum að vítinu. Misstum tökin í einn á einn stöðunni og vorum ekki að vinna annan bolta nægilega oft. Vorum ekki sáttur við það í hálfleik en fannst við lagfæra það í síðari hálfleik. Fengum nokkur augnablik í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað tekið sigurinn. Annars spilaðist þetta eins og við vissum að þetta gæti orðið,“ sagði Arnar Þór um leik dagsins. „Hærra level en leikmenn eru vanir.“ Arnar Þór var einkar ánægður með nýliðana en alls voru sex nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag og þá komu tveir inn af bekknum. „Ég er mjög ánægður, þetta er A-landsleikur og það er ákveðin pressa á strákunum og stress auðvitað. Við erum að leita að svörum, sjá hverjir taka skrefið upp á þetta level. Þetta er A-landsleikur og þar af leiðandi hærra level leikmenn eru vanir hjá U-21 árs landsliðinu eða félagsliðum sínum.“ „Ég er sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum. Að sjálfsögðu eru hlutir sem við og leikmenn þurfum að laga en það er mjög jákvætt að fá svör frá leikmönnum sem eru að taka sín fyrstu skref í þessu.“ „Hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel.“ Arnar Þór hrósaði Jón Daða Böðvarssyni í hástert. Jón Daði hefur ekki spilað með landsliðinu í undanförnum verkefnum og verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall á Englandi. Hann stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar. „Í fyrsta lagi langar mig að minnast á að ég er mjög ánægður fyrir hönd Jóns Daða, hann skoraði frábært mark. Þessi strákur er búinn að gefa okkur öllum svo mikið. Ég veit að þetta var mjög mikilvægt fyrir hann, ekki bara að spila þennan leik eftir erfiða mánuði hjá Millwall heldur að koma inn í leikinn í dag og skila þessari frammistöðu. Ég var rosalega ánægður með hann.“ Jón Daði Böðvarsson í baráttunni gegn Joe Gomez í leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli sumarið 2020.VÍSIR/GETTY „Að halda út í þessar mínútur sem hann spilaði lýsir honum vel, hann er mikill atvinnumaður og greinilega búinn að æfa vel. Það er það mikilvægasta fyrir mig í dag. Svo er mikilvægt að hann finni sér stað þar sem honum líður vel, getur spilað fótbolta og fundið gleðina aftur. Ég hef fundið á honum að undanfarna daga - og þau samtöl sem við höfum átt - að hann er rosalega ánægður að vera hérna og maður sá það á honum í leiknum í dag.“ Um varamennina sem komu ekki við sögu „Það er ætlunin að gefa öllum leik, talaði um það fyrir verkefnið. Ætlunin að láta alla spila, sama hvort allir byrji inn á eða ekki. Eigum svo eftir að ákveða hvernig við leggjum leikinn upp gegn Suður-Kóreu.“ Þá er Arnar Þór ánægður að KSÍ hafi tekið það skref að ráða Grétar Rafn Steinsson. „Að fá einhvern inn sem hefur verið tæknilegur ráðgjafi og unnið í þessu stóra starfi hjá Everton, það er erfitt að útskýra fyrir fólki hversu stórt það er fyrir okkur. Öll okkar samtöl hafa gert mér ljóst hversu mikil hans þekking á þessum málum er.“ „Mjög stoltur að KSÍ hafi klárað þessa ráðningu á þessum mikla sérfræðingi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari að endingu.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira