Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 23:50 Ronnie Spector árið 2010. AP/Peter Kramer Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar. Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni. Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni.
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira