Kári telur rétt að halda aðgerðum óbreyttum: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 12:01 Kári bindur vonir við mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar sem hófust í vikunni en þær geta metið hversu stór hluti landsmanna hefur smitast af kórónuveirunni. Niðurstaðna úr fyrri mælingu er að vænta um miðja næstu viku. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sé útgöngubann, en telur það þó ekki skynsamlegt hér á landi. Hann telur óbreyttar aðgerðir bestu leiðina en að styðja þurfi Landspítalann mun betur en gert hafi verið hingað til. „Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira