Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 07:21 Giannis Antetokounmpo var frábær í stórsigri Milwaukee Bucks á Golden State Warriors í nótt. AP/Morry Gash Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira