Óvæntur áhugi á enskum leikmönnum: „Líkamlega sterkir og vanir að spila af mikilli ákefð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 09:00 Chris Smalling og Tammy Abraham eru meðal fimm enskra leikmanna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Isabella Bonotto/Getty Images Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira