Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 22:42 það voru eigendur English Pub sem höfðuðu mál gegn ríkinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira