Áfall að vera enn á þeim stað að loka börum Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 23:35 Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri segir hertar samkomutakmarkanir mikið áfall. Þrátt fyrir umfangsmiklar bólusetningar virtust Íslendingar á sama stað og áður. „Það er náttúrulega gríðarlegt áfall þegar við erum komin á þriðja ár í baráttunni við veiruna að við séum aftur komin á þennan stað. Að loka börum og herða aðgerðir gegn veitingageiranum.“ Þetta sagði Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri og eigandi Skúla Craft Bar, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um hertar sóttvarnaraðgerðir. Hann sagði að þrátt fyrir að búið væri að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og byrjað að bólusetja börn værum við Íslendingar enn á sama stað. Björn sagði forsvarsmenn SVEIT búna að vera í miklum samtölum við stjórnvöld undanfarnar vikur um efnahagsaðgerðir og neyðaraðstoð. „Við erum búin að benda á ýmislegt sem hefði mátt fara betur og erum búnir að binda miklar vonir við að það kæmu sterkar aðgerðir núna. Komnir eru tveir mánuðir síðan að aðgerðir voru hertar verulega.“ Sjá einnig: Tíu mega koma saman Hann sagði meðlimi samtakanna bjartsýn og ánægð með að verið væri að koma til móts við þau. Þau vonuðust eftir verulegum styrk inn í þennan geira enda væri þörf á honum. Aðspurður um aðgerðir varðandi veitingastaði sagði Björn það hálfgerðan bjarnargreiða. „Að leyfa þeim að halda áfram að vera með tuttugu manna hólf, þar sem að skilaboðin frá sóttvarnayfirvöldum eru þau að þú átt ekki að fara út að hitta fólk,“ sagði Björn. „Það er ekki mikið af fólki í bænum og nú verður það enn færra. Líklega væri bara betra ef þeim yrði lokað eins og börum. Þá sagðist Björn að aðgerðir með svo stuttum fyrirvara yllu alltaf tjóni en þau í geiranum vonuðu það besta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
„Það er náttúrulega gríðarlegt áfall þegar við erum komin á þriðja ár í baráttunni við veiruna að við séum aftur komin á þennan stað. Að loka börum og herða aðgerðir gegn veitingageiranum.“ Þetta sagði Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri og eigandi Skúla Craft Bar, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um hertar sóttvarnaraðgerðir. Hann sagði að þrátt fyrir að búið væri að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og byrjað að bólusetja börn værum við Íslendingar enn á sama stað. Björn sagði forsvarsmenn SVEIT búna að vera í miklum samtölum við stjórnvöld undanfarnar vikur um efnahagsaðgerðir og neyðaraðstoð. „Við erum búin að benda á ýmislegt sem hefði mátt fara betur og erum búnir að binda miklar vonir við að það kæmu sterkar aðgerðir núna. Komnir eru tveir mánuðir síðan að aðgerðir voru hertar verulega.“ Sjá einnig: Tíu mega koma saman Hann sagði meðlimi samtakanna bjartsýn og ánægð með að verið væri að koma til móts við þau. Þau vonuðust eftir verulegum styrk inn í þennan geira enda væri þörf á honum. Aðspurður um aðgerðir varðandi veitingastaði sagði Björn það hálfgerðan bjarnargreiða. „Að leyfa þeim að halda áfram að vera með tuttugu manna hólf, þar sem að skilaboðin frá sóttvarnayfirvöldum eru þau að þú átt ekki að fara út að hitta fólk,“ sagði Björn. „Það er ekki mikið af fólki í bænum og nú verður það enn færra. Líklega væri bara betra ef þeim yrði lokað eins og börum. Þá sagðist Björn að aðgerðir með svo stuttum fyrirvara yllu alltaf tjóni en þau í geiranum vonuðu það besta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48