Tveggja ára stríðsrekstur Kristrún Frostadóttir skrifar 15. janúar 2022 11:01 Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samfylkingin Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun