Svindlaði sér inn í Gettu betur lið annars skóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 23:00 Degi segist einfaldlega hafa leiðst heima þegar hann sá hlekk á skráningu í Gettu betur lið FMOS. vísir/vilhelm/aðsend Endurkoma Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMOS) í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór ekki beint vel af stað síðasta fimmtudagskvöld. Skólinn grúttapaði þar fyrir Menntaskólanum á Egilsstöðum en ekki nóg með það heldur játaði einn liðsmaður liðsins eftir keppnina að hann væri alls ekki nemandi í FMOS heldur Kvennó. Umsjónarmaður keppninnar segir að Ríkisútvarpið sé meðvitað um málið og bíði eftir að heyra skýringar FMOS á því. „Við biðjum náttúrulega skólana sjálfa að velja alla sína keppendur af kostgæfni. Það er ekki eins og við liggjum yfir upplýsingum um alla keppendurna áður en við hleypum þeim inn,“ segir Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður Gettu betur. Ragnar Eyþórsson pródúsent hjá RÚV.vísir/vilhelm Leiddist heima og ákvað að skrá sig Það var Dagur Steinn Arnarsson, Kvenskælingur á þriðja ári, sem sigldi þarna undir fölsku flaggi. „Mér leiddist bara heima einhvern tíma núna í byrjun árs þegar ég sá að FMOS væri að leita að nemendum til að taka þátt í Gettu betur. Þar var einhver hlekkur til að skrá sig og ég ákvað bara í einhverju gríni að skrá mig þar,“ segir Dagur Steinn í samtali við Vísi í kvöld. Hann hafi síðan steingleymt þessu þangað til hann fékk allt í einu póst frá skólanum með upplýsingum um hvert og hvenær hann ætti að mæta á fund með liðinu – hann væri kominn inn. „Ég held að þau hafi verið í algjörum vandræðum með að finna einhvern í liðið,“ segir hann. „Ég fór ekki einu sinni í prufur eða neitt. Skráði mig bara og var kominn inn.“ Dagur er á þriðja og síðasta ári í Kvennó. Hann var staðráðinn í að sigra Gettu betur fyrir FMOS.aðsend Í kjölfarið hafi hann látið vin sinn í FMOS vita af þessu uppátæki sínu og þeir hafi í sameiningu ákveðið að taka grínið alla leið. Vinurinn hafði þá samband við þá sem sáu um Gettu betur mál FMOS og spurði hvort hann mætti ekki þjálfa liðið. Því var tekið vel og þeir félagarnir nú orðnir tveir í gríninu; annar sem liðsmaður en hinn sem þjálfari liðsins. Stuttu fyrir keppni hafi enn vantað þriðja liðsmann fyrir liðið og þjálfarinn, vinur Dags Steins, þá beðinn um að hlaupa í skarðið og taka þátt sem hann og gerði. „Þegar ég mætti á æfingar og svona létum við eins og við þekktumst ekkert,“ segir Dagur Steinn. Þannig hafi enginn annar í liðinu eða í FMOS vitað af því að hann væri í raun Kvenskælingur. „Þau spurðu mig aldrei neitt um það í hvaða bekk ég væri eða neitt,“ segir hann. Þeir félagar tóku einhvern hluta ferlisins upp og birtu stutta sögu af því á Twitter: Í dag fórum við í sögubækurnar.@DagurStone hvenno maðurinn@kristjanaarnars meistari pic.twitter.com/wXk5YGsgUF— Ingólfur Arnoddsson (@IngolfurArn) January 13, 2022 Hefði viljað fara í sjónvarpið Þegar síðan kom loks að fyrstu keppninni síðasta fimmtudag var liðið sérlega illa undirbúið, búið að æfa lítið og lítill áhugi fyrir þátttökunni almennt í skólanum, sem hefur ekki oft áður tekið þátt í Gettu betur og var til dæmis ekki með í keppninni síðast. „Ég var samt staðráðinn í að vinna. Ég vildi sjá hvað við kæmumst langt með þetta og fyndnast hefði auðvitað verið að komast í sjónvarpið,“ segir Dagur Steinn en til þess hefði liðið þurft að sigra síðustu keppni í 32 liða úrslitum og næstu umferð 16 liða úrslita, sem báðar fara fram í útvarpinu á Rás 2. „Á leiðinni upp í Efstaleiti keyrðum við síðan fram hjá stórum dauðum fugli, ég veit ekki hvernig fugl þetta var, en það var fyrsti fyrirboðinn að tapinu,“ segir Dagur Steinn en liðið grúttapaði í 32 liða úrslitunum gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hér má hlusta á keppnina á vef Ríkisútvarpsins. „Ég held að staðan hafi verið 14 – 2 og ég vissi nú snemma að þetta væri búið,“ segir Dagur Steinn sem vill sem minnst rifja upp um það tap. Á leið heim eftir keppnina hafi hann síðan svipt af sér hulunni og játað fyrir liðsfélögum sínum að hann væri alls ekki í FMOS heldur Kvenskælingur. Þau hafi tekið nokkuð vel í þetta og þótt uppátækið skondið. Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður keppninnar er þó afar sáttur með að FMOS hafi tapað. „Við erum bara glöð að liðið sem tefldi fram röngum leikmanni hafi tapað því þá hefur þetta ekki haft áhrif á framgang keppninnar. Það er náttúrulega þannig að svindl þýðir tap og ef þau hefðu unnið hefði þurft að dæma þann sigur ógildan. En þetta hefur ekki nein áhrif á framhaldið,“ segir hann. Uppfært: Upprunalega stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem FMOS tæki þátt í keppninni. Það er ekki rétt, skólinn hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður en var ekki með í fyrra. Framhaldsskólar Ríkisútvarpið Mosfellsbær Gettu betur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Umsjónarmaður keppninnar segir að Ríkisútvarpið sé meðvitað um málið og bíði eftir að heyra skýringar FMOS á því. „Við biðjum náttúrulega skólana sjálfa að velja alla sína keppendur af kostgæfni. Það er ekki eins og við liggjum yfir upplýsingum um alla keppendurna áður en við hleypum þeim inn,“ segir Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður Gettu betur. Ragnar Eyþórsson pródúsent hjá RÚV.vísir/vilhelm Leiddist heima og ákvað að skrá sig Það var Dagur Steinn Arnarsson, Kvenskælingur á þriðja ári, sem sigldi þarna undir fölsku flaggi. „Mér leiddist bara heima einhvern tíma núna í byrjun árs þegar ég sá að FMOS væri að leita að nemendum til að taka þátt í Gettu betur. Þar var einhver hlekkur til að skrá sig og ég ákvað bara í einhverju gríni að skrá mig þar,“ segir Dagur Steinn í samtali við Vísi í kvöld. Hann hafi síðan steingleymt þessu þangað til hann fékk allt í einu póst frá skólanum með upplýsingum um hvert og hvenær hann ætti að mæta á fund með liðinu – hann væri kominn inn. „Ég held að þau hafi verið í algjörum vandræðum með að finna einhvern í liðið,“ segir hann. „Ég fór ekki einu sinni í prufur eða neitt. Skráði mig bara og var kominn inn.“ Dagur er á þriðja og síðasta ári í Kvennó. Hann var staðráðinn í að sigra Gettu betur fyrir FMOS.aðsend Í kjölfarið hafi hann látið vin sinn í FMOS vita af þessu uppátæki sínu og þeir hafi í sameiningu ákveðið að taka grínið alla leið. Vinurinn hafði þá samband við þá sem sáu um Gettu betur mál FMOS og spurði hvort hann mætti ekki þjálfa liðið. Því var tekið vel og þeir félagarnir nú orðnir tveir í gríninu; annar sem liðsmaður en hinn sem þjálfari liðsins. Stuttu fyrir keppni hafi enn vantað þriðja liðsmann fyrir liðið og þjálfarinn, vinur Dags Steins, þá beðinn um að hlaupa í skarðið og taka þátt sem hann og gerði. „Þegar ég mætti á æfingar og svona létum við eins og við þekktumst ekkert,“ segir Dagur Steinn. Þannig hafi enginn annar í liðinu eða í FMOS vitað af því að hann væri í raun Kvenskælingur. „Þau spurðu mig aldrei neitt um það í hvaða bekk ég væri eða neitt,“ segir hann. Þeir félagar tóku einhvern hluta ferlisins upp og birtu stutta sögu af því á Twitter: Í dag fórum við í sögubækurnar.@DagurStone hvenno maðurinn@kristjanaarnars meistari pic.twitter.com/wXk5YGsgUF— Ingólfur Arnoddsson (@IngolfurArn) January 13, 2022 Hefði viljað fara í sjónvarpið Þegar síðan kom loks að fyrstu keppninni síðasta fimmtudag var liðið sérlega illa undirbúið, búið að æfa lítið og lítill áhugi fyrir þátttökunni almennt í skólanum, sem hefur ekki oft áður tekið þátt í Gettu betur og var til dæmis ekki með í keppninni síðast. „Ég var samt staðráðinn í að vinna. Ég vildi sjá hvað við kæmumst langt með þetta og fyndnast hefði auðvitað verið að komast í sjónvarpið,“ segir Dagur Steinn en til þess hefði liðið þurft að sigra síðustu keppni í 32 liða úrslitum og næstu umferð 16 liða úrslita, sem báðar fara fram í útvarpinu á Rás 2. „Á leiðinni upp í Efstaleiti keyrðum við síðan fram hjá stórum dauðum fugli, ég veit ekki hvernig fugl þetta var, en það var fyrsti fyrirboðinn að tapinu,“ segir Dagur Steinn en liðið grúttapaði í 32 liða úrslitunum gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hér má hlusta á keppnina á vef Ríkisútvarpsins. „Ég held að staðan hafi verið 14 – 2 og ég vissi nú snemma að þetta væri búið,“ segir Dagur Steinn sem vill sem minnst rifja upp um það tap. Á leið heim eftir keppnina hafi hann síðan svipt af sér hulunni og játað fyrir liðsfélögum sínum að hann væri alls ekki í FMOS heldur Kvenskælingur. Þau hafi tekið nokkuð vel í þetta og þótt uppátækið skondið. Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður keppninnar er þó afar sáttur með að FMOS hafi tapað. „Við erum bara glöð að liðið sem tefldi fram röngum leikmanni hafi tapað því þá hefur þetta ekki haft áhrif á framgang keppninnar. Það er náttúrulega þannig að svindl þýðir tap og ef þau hefðu unnið hefði þurft að dæma þann sigur ógildan. En þetta hefur ekki nein áhrif á framhaldið,“ segir hann. Uppfært: Upprunalega stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem FMOS tæki þátt í keppninni. Það er ekki rétt, skólinn hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður en var ekki með í fyrra.
Framhaldsskólar Ríkisútvarpið Mosfellsbær Gettu betur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira