Beðið eftir fregnum frá Tonga Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:02 Sprengigosið var gríðarlega öflugt og hafa áhrif þess fundist víða um heim. AP/NICT Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23