Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 12:17 Myndir frá Tonga sýna að skemmdir eru töluverðar. AP/CPL Vanessa Parker Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. Enn sem komið er hafa tvö dauðsföll verið staðfest. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Sjá einnig: Eyjan nær alveg horfin Myndir sem teknar voru úr flugvélum frá Nýja-Sjálandi sýna miklar skemmdir á þorpi á Mango-eyju og sömuleiðis á Atata-eyju þar sem heilu byggingarnar eru horfnar. Þetta segir Curtis Tu´ihalangingie, erindreki frá Tonga sem staðsettur er í Ástralíu, í samtali við Reuters fréttaveituna. Hann segist óttast að dauðsföllin séu fleiri en vonast eftir að svo sé ekki. Búist er við því að Tonga muni senda út formlega beiðni eftir aðstoð á næstunni en ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur þegar sent tvö skip af stað með vatnsbirgðir, björgunarteymi og þyrlu. Ástralar eru einnig að senda aðstoð. ABC í Ástralíu segir ríkisstjórn Tonga-eyja hafa ráðlagt íbúum að halda sig heima svo þau andi ekki að sér mikilli ösku sem liggur yfir öllum eyjunum. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. ABC hefur eftir starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að margir íbúar Tonga geti ekki haldið til á heimilum sínum sem séu jafnvel ónýt eða hrunin. Hins vegar sé heilbrigðiskerfi eyjaklasans enn í góðu standi. Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Enn sem komið er hafa tvö dauðsföll verið staðfest. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Sjá einnig: Eyjan nær alveg horfin Myndir sem teknar voru úr flugvélum frá Nýja-Sjálandi sýna miklar skemmdir á þorpi á Mango-eyju og sömuleiðis á Atata-eyju þar sem heilu byggingarnar eru horfnar. Þetta segir Curtis Tu´ihalangingie, erindreki frá Tonga sem staðsettur er í Ástralíu, í samtali við Reuters fréttaveituna. Hann segist óttast að dauðsföllin séu fleiri en vonast eftir að svo sé ekki. Búist er við því að Tonga muni senda út formlega beiðni eftir aðstoð á næstunni en ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur þegar sent tvö skip af stað með vatnsbirgðir, björgunarteymi og þyrlu. Ástralar eru einnig að senda aðstoð. ABC í Ástralíu segir ríkisstjórn Tonga-eyja hafa ráðlagt íbúum að halda sig heima svo þau andi ekki að sér mikilli ösku sem liggur yfir öllum eyjunum. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. ABC hefur eftir starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að margir íbúar Tonga geti ekki haldið til á heimilum sínum sem séu jafnvel ónýt eða hrunin. Hins vegar sé heilbrigðiskerfi eyjaklasans enn í góðu standi.
Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36
Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49
Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36